Menning & Tónlist

Picture

Tónlist hefur alltaf átt mikinn hlut í menningu. Hægt er að tengja sérstök hljóð og sérstakar týpur af tónlist við mismunandi menningar og lönd, ekki bara miðað við tungumál.
Mörg hljóð eru heyrð sem undirskriftar hljóð sumra landa, sérstök hljóðfæri eins og t.d. ''Koto'' sem er beintengt við Japan vegna ''Japanska'' hljóðsins sem það gefur frá sér.
Margar týpur (genres) eru til í tónlistaheiminum. Pop, Rokk, R&B/Reggae&Blues, Punk, Industrial, og svo margar aðrar. Hjá mörgum eru fyrstu þrjár bara viðurkenndar sem tónlist. En til eru margar aðrar týpur af tónlist sem mjög fáir vita um.  Nú til dags eru einhæfir textar og taktar bara viðurkenndir sem tónlist og allt annað bara ''skrítið''.
Fólk sem eru alætur á tónlist verða stundum gagnrýndar af manneskjum sem hafa mjög einhæfan smekk.
Fólk sem að gerir tilraunir með tónlist eru alvöru tónlistarmenn, og eru líka viðurkenndir sem listamenn á sinn eiginn hátt.

Þjóðardansar hafa alltaf verið góðir til að sýna fram á mismunandi menningu og siði annara landa.
''Kuduro'' t.d. Er tónlistarstíll sem upprunaðist í Angola um 1980. ''Kuduro'' samanstendur af up-tempo töktum, tilraunarkenndum electronic hljóðum og vel mögulegt er að dansa við þetta.

Rapp var fundið upp um 1979 og ''Old school'' stíllinn varði til svona 1984 og þá fór fólk að gera fleiri tilraunir með rapp.
Nú til dags er rapp oftast bara annað subgenre af popptónlist. Sömu einhæfu textarnir, taktar og þannig. En til er fólk sem skapa alvöru rapptónlist, jafnvel þó þeir séu ekki alveg í mainstream menningunni.


Heavy Metal er tilfinningamikil tónlist sem upprunaðist um 1960 og 1970.
Til eru margir stýlar, Symphonic Metal, Deathcore, Black Metal o.s.frv.
Symphonic Metal hljómsveitir eru oftast með kvenmann í sönghlutverki, og gera flestar það óendanlega vel. Hér eru nokkur dæmi : Nightwish, Within Temptation, Delain, The Agonist (Deathcore/Symphonic Metal) o.fl.
Aðrar hljómsveitir eins og Korn, Slipknot o.fl. Eru með mjög þunga og hraða takta, blandaða saman með sterkum röddum sem blandast fullkomlega við tónlistina.

Indie tónlist er nú bara Sjálfstæð (Independent) tónlist. T.d. hljómsveitir með engin stór plötufyrirtæki til að hjálpa þeim með allt. Sumum Indie hljómsveitum hafa gengið alveg verulega vel, eins og ''The Yeah Yeah Yeah's'' t.d.
En mín uppáhöld í Indie flokknum eru hljómsveitirnar ''Lydia'' & ''Land Of Talk''


Margar fleiri tónlistartegundir eru til og það er verulega gott að kanna þetta aðeins til að breikka sjóndeildarhringinn.